Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar Land Rover

04.07.2016

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 43 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Discovery 4, Range Rover og Range Rover Sport bifreiðar framleiddar á árunum 2012 - 2014.

Bilanir hafa komið upp í fáum tilfellum í sveifarásskynjurum í 2012-2013 árgerðum af 3,0L TDV6 Range Rover Sport og Discovery 4 bílum og 2013-2014 árgerðum af 3,0L TDV6 og 4,4L TDV8 Range Rover bílum. Bilunin lýsir sér þannig að bílarnir fara ekki í gang eða fara í gang og ganga eðlilega í ákveðinn tíma þar til vélin drepur á sér án viðvörunar. Ef vélin drepur á sér takmarkar það stýris- og hemlagetu bílsins sem getur leitt til mögulegs tjóns.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar á næstu dögum.

TIL BAKA