Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Polo og Up!

05.07.2016

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Polo og Up! árgerð 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Ástæða innköllunar er sú að möguleiki er á að galli sé í búnaði fyrir barnalæsingu þannig að hægt sé að opna hurð innan frá þó barnalæsing hafi verið sett á. Hekla hf hefur flutt inn 143 bíla sem falla undir þessa innköllun og verður eigendum þeirra tilkynnt bréfleiðis um innköllun á næstu dögum. Úrbætur felast í því að læsingar verða prófaðar og skipt um ef þörf krefur.
Hekla hf. mun senda eigendum bréf vegna þessarar innköllunar á næstu dögum.

TIL BAKA