Fara yfir á efnisvæði

„Verð frá“ og vörur Verkfæralagersins

07.07.2016

Neytendastofu bárust annars vegar ábendingar um að röng verð fylgdu ljósmyndum af þeim vörum sem kynntar voru í auglýsingum Verkfæralagersins og hins vegar að vörur hefðu ekki verið seldar á auglýstu verði sem „verð frá“.

Neytendastofa bað Verkfæralagerinn um að sanna að vörurnar hefðu verið seldar á auglýstum verðum og að þær hefðu verið fáanlegar á „verð frá“ verðinu. Að mati Neytendastofu gat Verkfæralagerinn ekki sýnt fram á að markaðssetningin hefði verið lögleg. Taldi Neytendastofa að markaðssetningin væri villandi og bannaði Verkfæralagernum að viðhafa slíka viðskiptahætti.

Ákvörðunina má nálgast hér.

TIL BAKA