Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Prius, Auris, Corolla og Lexus

08.07.2016

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 657 Toyota Corolla, 71 Prius, 119 Auris og 28 Lexus CT200h bifreiðum árgerð 2006-2014. Ástæða innköllunarinnar er að sprunga getur myndast í loki á þjónustuopi á eldsneytistanki yfir uppgufunarsíu. Ef þessi sprunga myndast sleppur eldsneytisgufa út úr síunni. Komist  gufan í snertingu við glóð, neista eða aðrar eldsuppsprettur getur það valdið eldsvoða. Í viðgerðinni verður skipt um lokið og síuna.
Toyota mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA