Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Auris

14.07.2016

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 3 Toyota Auris bifreiðum árgerð 2013. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að ljós sem sett voru í bílanna sem viðgerðar varahlutur séu ekki af réttri gerð og ljósdreifni þeirra ekki rétt. Ef ljósin reynast með ranga ljósdreifni er möguleiki á að það geti truflað/blindað aðra ökumenn sem aka úr gagnstæðri átt. Bílarnir þrír verða kallaðir inn og aðalljós þeirra könnuð. Reynast ljósin af rangri gerð verður þeim skipt út.
Toyota mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA