Fara yfir á efnisvæði

Er vínmálið í lagi!

02.08.2016

FréttamyndNeytendastofa hefur í sumar verið að kanna notkun vínmála á vínveitingastöðum. Neytendur eiga að sjá á vínseðli hvað greiða á fyrir vöruna og hve mikið magn um sé að ræða. Veitingastaðir mega ekki áætla magn heldur verða þeir að nota mælitæki sem eru í lagi til að mæla magn áfengra drykkja við sölu til neytenda.

Leyfilegt er að selja sterkt áfengi í 2, 3, 4 og 6 cl. Slíkir sjússamælar eða glös, sem notuð eru við sölu, eiga að vera löggiltir eða bera CE merki og M merki til staðfestingar á að mælitæki sé í samræmi við gildandi reglur og mæli rétt.

Léttvín úr flösku og áfengan bjór af krana á að selja í merktum glösum með CE merki og M merki sem staðfesta rúmmál sem gefið er upp á glasinu með málstrikum eða nota viðurkennd samanburðarmál.

Á síðasta ári kannaði Neytendastofa notkun vínmála á veitingastöðum og kaffihúsum í og við miðbæ Reykjavíkur, í Hveragerði og á Selfossi til að athuga hvort farið væri eftir reglum um löggilt vínmál. Allt of algengt er að notuð séu ólögleg veltivínmál (sjússamælar) og ómerkt glös til að mæla léttvín úr flösku og bjór af krana. Ljóst var því að það þyrfti áfram að kanna þennan markað

TIL BAKA