Fara yfir á efnisvæði

Vogir í verslunum

11.08.2016

FréttamyndÞegar neytendur greiða fyrir vöru eftir vigt eiga þeir að geta treyst því að mælingar séu réttar og að mælitækin sem notuð eru séu með gilda löggildingu. Kaupandinn á að sjá greinilega niðurstöður vigtunar og þá greinilega verð á þeirri vöru sem keypt er. Það þýðir að við kassavogir í búðum og eins við afgreiðslu úr fisk- og kjötborðum, þar sem vigtað er og verðmiði prentaður skal kaupandi sjá greinilega á skjá þann sem sýnir niðurstöður vigtunar og endanlegt verð vörunnar. Á þessum vogum skal vera á áberandi stað límmiði sem segir til um stöðu löggildingar vogarinnar. Það er hagur neytenda að skoða það hvort viðkomandi vog sem verið er að nota í viðskiptum við hann sé með gilda löggildingu.

Vogir í verslunum eru löggiltar á tveggja ára fresti, tækið er þá prófað og stillt ef þess er þörf. Á vogum sem vigta upp að 100 kg og notaðar eru til beinnar sölu til almennings skulu allar nauðsynlegar upplýsingar um vigtunina vera sjáanlegar neytandanum.

Neytendastofa hvetur neytendur til að koma með ábendingar ef þeir sjá að löggilding er útrunninn.

TIL BAKA