Fara yfir á efnisvæði

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

15.08.2016

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 50 Suzuki Jimny bifreiðum af árgerðum 2013 til 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að sumir hemlakútar (Hjálparátak) voru ekki rétt framleiddir og ef ökutækið er notað án þess að gert sé við það verður undirþrýstingur hemlakútsins lægri og virkni hemlafetils þung og þar af leiðandi hemlunarvegalengd lengri.

Suzuki bílar hf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA