Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar BMW

16.08.2016

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 125 BMW bifreiðum. Um er að ræða BMW F25 og F26 bifreiðar framleiddar á árunum 2014 til 2016. Það hefur komið í ljós að ISOFIX festingar sem er komið er fyrir í ökutækinu hefur ekki nauðsynlegan styrkleika. Þetta getur leitt til þess ISOFIX festing verði laus undir álagi. Og þess vegna er ekki hægt að tryggja það að barnasætið verði tryggilega fast á sínum stað í ISOFIX festingum.

Viðkom­andi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá BL vegna þessarar innköllunar. Eigendum bíla sem fluttir hafa verið inn af öðrum en BL. er bent á að hafa samband við BL ehf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun.

TIL BAKA