Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar bifreiðar

29.08.2016

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 12 Renault og Dacia bifreiðum. Um er að ræða Dacia Dokker, Renault Megane IV og Renault Talisman bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að örlítill möguleiki er á að ABS/ESP dæla í bílnum bremsi ekki nægilega vel þegar bremsa þarf bílinn. Skipta þarf um ABS dæluna í bílnum.

Haft verður samband við viðkomandi bifreiðareigendur í gegnum síma.

TIL BAKA