Fara yfir á efnisvæði

BYKO innkallar barnaöryggishlið

08.09.2016

FréttamyndNeytendastofa vill vekja athygli á innköllun BYKO á barnaöryggishliðum af gerðinni Supergate Stairway vegna mögulegrar slysahættu.

Ástæða innköllunar er sú að öryggishliðið uppfyllir ekki kröfur um öryggi. Sem dæmi má nefna að vegna þess hvernig hliðið er hannað er auðvelt fyrir börn að klifra upp hliðið og velta yfir það. Auk þess getur hliðið verið hættulegt börnum ef þau standa við það og hrista eða toga, en við það getur hliðið brotnað. Einnig er hætta á að börn geti klemmt sig á hliðinu.

Í tilkynningu BYKO kemur fram að þeir sem eiga Supergate Stairway öryggishlið eru beðnir um að hætta tafarlaust notkun þess og skila því í næstu BYKO verslun þar sem það verður endurgreitt. Ekki er nauðsynlegt að framvísa nótu til að fá öryggishliðið endurgreitt.

Engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum ofangreindra barnahliða.

Myndir með frétt

  • Fréttamynd - aukamynd 1
TIL BAKA