Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Prius og Lexus

15.09.2016

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 2 Prius og 2 Lexus bifreiðum árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggispúði fyrir farþega í framsæti getur blásið út að ástæðulausu. Ástæðan er að þrýstihylki í drifbúnaði öryggispúðans getur farið að leka og þá blæs púðinn út að hluta. Þessi innköllun er ekki tengd Takata öryggispúðum.
Toyota mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA