Fara yfir á efnisvæði

Bílabúð Benna ehf innkallar Chevrolet Cruze

20.09.2016

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf. um innköllun á 4 Chevrolet Cruze bifreiðum, árgerð 2010. Ástæða innköllunarinnar er sú að Chevrolet hefur uppgötvað að í umræddum bílum er mögulegt að tæring geti myndast í rafgeymafestingu. Skipt verður um rafgeymafestingar í umræddum bílum, eigendum að kostnaðarlausu.
Viðkomandi bifreiðareigendum hefur verið sent bréf vegna þessarar innköllunar. Nánari upplýsingar um innköllunina er hægt að nálgast hjá þjónustufulltrúum í verkstæðismóttöku Bílabúðar Benna ehf.

TIL BAKA