Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á CAKE skotkökum

10.10.2016

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á CAKE skoteldum frá E-þjónustunni. Við prófun kom í ljós að þegar að skotkökur af þessari tegund voru prófaðar leið of langur tími frá því að kveikt var á kveikiþræði þar til að kveiknaði á skotkökunni. Alvarleg hætta er fólgin í því að fólk telur að ekki hafi kviknað í skotkökunni og snýr aftur að kökunni sem þá tekur að springa. Um kveikitíma skoteldar gilda sett ákvæði í stöðlum. Framangreind prófun og skoðun Neytendastofu er hluti af samevrópsku átaksverkefni um öryggi skotelda.

Lesa má um sölubann á CAKE-skotkökur á þessum tengli.

TIL BAKA