Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Renault

11.10.2016

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 8 Renault bifreiðum af gerðinni Kadjar, framleiðsluár 2015.

Komið hefur fram í gæðaeftirliti Renault röng kvörðunar stilling á vélarstjórnboxi sem getur orsakað ranga virkni hvarfakúts og Nox gildru bifreiðar. Vegna rangrar kvörðunar nær vélarstjórnbox ekki að reikna rétt magn brennisteins skilið frá eldsneyti sem safnast fyrir í Nox gildru. Vegna þessa gæti hreinsunarferli Nox gildru virkjast á röngum tíma.

Haft verður samband við eigendur með pósti.

TIL BAKA