Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Prius

18.10.2016

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 25 Prius bifreiðum árgerð 2016. Innköllunin er vegna spennu sem vantar í tengingu á barka í stöðuhemli. Ef spennuna vantar getur barkinn, við langvarandi endurtekna notkun, losnað frá hemlum í hjóli og stöðuhemlarnir orðið óvirkir.

Toyota mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA