Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið Rental1

19.10.2016

Neytendastofu barst erindi frá bílaleigunni Route1 Car Rental ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins Go Green Car Rental ehf. á vefsíðunni www.rental1.is. Taldi Route1 Car Rental ehf. að ruglingshætta væri milli fyrirtækjanna og að Go Green Car Rental væri að nýta sér viðskiptavild fyrirtækisins.

Neytendastofa taldi að myndmerki bílaleiganna væru mikið stílfærð og að ensku orðin „rental“ og „route“ væru almenn og lýsandi heiti fyrir starfsemi þeirra. Af þeim ástæðum taldi Neytendastofa ekki rétt að banna Go Green Car Rental áframhaldandi notkun á auðkenni sínu. Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða af hálfu stofnunarinnar vegna málsins.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA