Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Renault Trafic III

31.10.2016

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 15 Renault bifreiðum af gerðinni Trafic III , framleiðsluár 2014-2015. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós möguleiki á sprungumyndun á EGR röri í mengunarbúnaði á vél bifreiðar, sem gæti leitt til hugsanlegra óþæginda svo sem að vél drepi á sér í akstri, minnkun á hjálparátaki hemla og leka á eldsneyti.

Haft verður samband við eigendur viðkomandi bifreiðar með pósti.

TIL BAKA