Fara yfir á efnisvæði

Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd

31.10.2016

Neytendastofa bannaði Árna Stefáni Árnasyni alla notkun á léninu dyraverndarinn.is, orðmerkinu og myndmerkinu DÝRAVERNDARINN með ákvörðun sinni nr. 32/2016.

Árni Stefán kærði ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur vísað kærunni frá. Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að ástæða frávísunarinnar er sú að kæra barst eftir að fjögurra vikna kærufrestur rann út og að ekki hafi komið fram nægar ástæður til þess að víkja ætti frá þeim fresti.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA