Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar bifreiðar vegna Takata loftpúða

15.11.2016

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um viðbót á innköllun vegna loftpúða í stýri og hjá farþega í framsæti frá Takata. Til viðbótar við það sem áður hefur verið tilkynnt um verða 183 Hilux og 1478 Yaris innkallaðir vegna loftpúða hjá ökumanni. 725 Corolla og 831 Auris verða kallaðir inn vegna loftpúða hjá farþega í framsæti. Skipt verður um loftpúða í bílunum eigendum að kostnaðarlausu.

Toyota mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Toyota á Íslandi ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA