Fara yfir á efnisvæði

Veitur ehf. fá vottað innra eftirlit veitumæla.

30.11.2016

FréttamyndNeytendastofa veitti Veitum ehf. dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur í sumar, eftir úttekt, heimild til að nota innra eftirlit til að sinna reglubundnu eftirliti með veitumælum fyrirtækisins. Fljótlega eftir að Veitur ehf. keyptu af Frumherja alla veitumæla sem notaðir eru á veitusvæði þess var ákveðið að reglubundið eftirlit með veitumælunum yrði samkvæmt innra eftirliti. Er þá unnið í samræmi það sem fyrirskrifað er í reglugerðum sem fjalla um mælifræðilegt eftirlit með veitumælum. Fyrirkomulagið ætti að vekja meira traust hjá viðskiptavinum Veitna ehf. m.a vegna þess að úrtök sem skoðuð verða samkvæmt kerfinu eru tekinn út af þriðja aðila. Sama á við ef að upp koma ágreiningsmál vegna mælinga.

Áður hafa Orkubú Vestfjarða, Norðurork og RARIK tekið upp þetta fyrirkomulag við veitumæla þeirra. Neytendastofa óska Veitum ehf. til hamingju með áfangann.

Á myndinni sést Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, afhenda Ingu Dóru Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri, formlega heimild fyrir innra eftirlit með veitumælum.

TIL BAKA