Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

13.12.2016

Lógó BLNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 12 Renault bifreiðum af gerðinni Clio IV, framleiðsluár 2016. Komið hefur fram í gæðaeftirliti Renault að athuga þarf herslu á boltum á afturási bifreiðar. Möguleiki er á að hersla á boltum sé ekki innan marka eða þeir losnað frá.

Eigendum viðkomandi bifreiða verður sent innköllunarbréf.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við BL ehf. ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA