Fara yfir á efnisvæði

BYKO innkallar leikfang

22.12.2016

FréttamyndNeytendastofa vekur athygli á innköllun BYKO ehf á dúkku að beiðni birgja, Edco í Hollandi vegna slysahættu. Dúkkan er með strikamerkinu 8711252981727 og tegundarheitinu My Baby & Me Doll, lota 2026720.

Í tilkynningu BYKO kemur fram að ástæða innkölluninar er sú að smáir hlutir gætu losnað af leikfanginu og valdið skaða hjá ungum börnum.

Viðskiptavinum BYKO er bent á að taka þetta leikfang strax úr notkun og koma með þær á næsta útsölustað BYKO og fá hana endurgreidda. Ekki er nauðsynlegt að sýna kvittun til að fá endurgreitt.

TIL BAKA