Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Hilux bifreiðar

22.12.2016

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 125 Hilux bifreiðum, framleiðsluár 2016. Ástæða innköllunarinnar er að höggdempunarpúða bakvið framstuðara getur vantað í bílana. Í tilkynningunni frá Toyota kemur fram að bilanatíðnin sé innan við 1%.

Toyota á Íslandi mun senda eigendum þessara bíla bréf.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Toyota á Íslandi ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA