Fara yfir á efnisvæði

Íslensk Bandarísk innkallar Jeep Renegade bifreiðar

12.01.2017

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Íslensk – Bandarísk ehf um innköllun á tveimur Jeep Renegade bifreiðum, framleiðslutímabil 14.júní 2014 til og með 16. ágúst 2016.
Innköllunin er vegna raflagnar sem tengir höggskynjara að framan við stjórntölvu, hún getur farið úr sambandi verði bíll fyrir miklu höggi að framan eins og í árekstri. Höggskynjarinn sendir merki til tölvu til að virkja loftpúða í stýri, mælaborði og öryggisbelti ef bíll verður fyrir það miklu höggi að framan að ástæða sé til að virkja loftpúða. Sé högg það mikið að raflögn fer úr sambandi er hætta á að merki berist ekki til tölvu um að virkja öryggispúða
Breyta þarf legu og lengd raflagnar til að koma í veg fyrir að höggskynjari geti farið úr sambandi við árekstur.
Íslensk – Bandarísk ehf mun hafa samband við eigendur þessara bíla.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Íslensk – Bandarísk ehf ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA