Fara yfir á efnisvæði

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Kizashi

25.01.2017

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 8 Suzuki Kizashi bifreiðum af árgerðum 2009-2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að gæðaeftirlit sem Suzuki bifreiðar sæta af hendi framleiðanda gaf til kynna galla í gírskiptistokk fyrir sjálfskiptingu. Vegna ófullnægjandi uppbyggingar á lás í búnaði gírskiptingar í P stöðu, getur lásinn brotnað í gírskiptistokk sé hann beittur miklu afli án þess að stigið sé á hemlafetil. Þar af leiðandi verður hægt að hreyfa gírstöng úr P stöðu í hvaða gír sem er án þess að stígið sé á hemlafetil. Sökum þessa þarf að skipta um gírskiptistokk.
Í tilkynningunni kemur fram að Suzuki bílar hf. hafi nú þegar byrjað að innkalla viðeigandi bifreiðar. Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Suzuki bílar hf ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA