Fara yfir á efnisvæði

Hreingerningum bannað að nota lénið cargobilar.com

01.02.2017

Neytendastofu barst kvörtun frá Cargo sendibílaleigu yfir notkun Hreingerninga ehf. á léninu cargobilar.com. Í erindi kom fram að Cargo sendibílaleiga hafi notast við lénið cargobilar.is frá október 2005 og notkun Hreingerninga á nákvæmlega sama léni, nema með endingunni .com valdi ruglingi milli fyrirtækjanna.
Við ákvörðun í málinu leit Neytendastofa til þess að Hreingerningar hafi ekki sýnt fram á rétt til að nota auðkennið og þar sem um sömu lénnöfn sé að ræða sé mikil hætta á ruglingi. Af þessum ástæðu var Hreingerningum bönnuð notkun lénsins.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA