Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Proace bifreiðar

02.02.2017

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 34 Toyota Proace bifreiðum, framleiðsluár 2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegs vatnsleka inn í bílinn frá hjólskál hægramegin að framan sem gæti skemmt rafkerfi við ABS hemlastýringatölvu. Af þessum sömu bílum eru þrír einnig í innköllun vegna hugsanlegs leka á loki á eldsneytisáfyllingarstút og einn vegna hugsanlega rangri herslu á felguboltum.

Samkvæmt tilkynningunni mun Toyota á Íslandi senda eigendum þessara bíla bréf.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Toyota á Íslandi ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA