Fara yfir á efnisvæði

Suzuki bílar hf innkalla 325 Suzuki Grand Vitara

07.02.2017

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 325 Suzuki Grand Vitara bifreiðum af árgerðum 2008-2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að sökum ófullnægjandi styrks á aftari skiptiöxli sem er einn íhlutur í búnaði á milli gírskiptingar og gírkassa, hann getur brotnað við notkun og gírskipting þar af leiðandi ekki framkvæmanleg. Um er að ræða bíla með hefðbundnum gírkassa ekki sjálfskiptingu.

Suzuki bílar hf. mun senda eigendum þessara bíla bréf.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Suzuki bílar hf ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA