Fara yfir á efnisvæði

Framadagar 2017

10.02.2017

FréttamyndNeytendastofa tók þátt í framadögum sem í þetta sinn voru hjá Háskólanum í Reykjavík. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson heimsótti kynningarbás Neytendastofu og kynnti sér starfsemi hennar og fékk innsýn í tillögur að lokaverkefnum fyrir háskólanema sem tengjast starfsemi stofnunarinnar og neytendavernd á Íslandi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Fjölmargir nemendur komu einnig og fengu svör við spurningum sínum og hvatningu til að gera lokaverkefni sem eru til þess fallin að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og varða jafnt neytendur sem fyrirtæki. Meginhlutverk Neytendastofu er að treysta öryggi og réttindi neytenda í viðskiptum, veita ráðgjöf til fyrirtækja og neytenda um löggjöf sem fellur undir starfssvið hennar og framfylgja settum lagareglum. Starfssvið stofnunarinnar er því víðfeðmt og ekki öllum alveg ljóst hversu margþætt það er. Flestum kemur á óvart starf okkar í lögmælifræði og hagnýtri mælifræði. Í því felst að við höfum eftirlit með mælitækjum sem fyrirtæki nota til sölumælinga til neytenda. Neytendastofa varðveitir einnig miklvæga landsmæligrunna, veitir aðilum í atvinnulífi ráðgjöf um mælingar og mælitæki. Kvörðun mælitækja fer fram í prófunarstofunni okkar en þegar um er að ræða viðkvæm tæki þá förum við á staðinn til fyrirtækjanna en slíka þjónustu þurfa t.d. rannsóknastofur hjá lyfjafyrirtækjum, o.m.fl. Í þessum málaflokki eru því margskonar verkefni sem varða m.a. samkeppnishæfni fyrir íslenskt samfélag eins og listi Neytendastofu um möguleg lokaverkefni sýnir glöggt.

Við viljum þakka fyrir frábærar viðtökur á framadögum háskólanna 2017.

TIL BAKA