Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedez Benz bifreið

15.03.2017

lógó bílaumboðið AskjaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á einni Mercedes Benz E220 CDI bifreið, árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að Í gæðaferli Mercedes-Benz hefur komið upp möguleiki á því að þyngdarskynjara stjórnbox fyrir farþegasæti hafi verið vitlaust sett í. Það gæti leitt til þess að þrýstislanga sé boginn/beygluð. Ef boxið er vitlaust sett í, ss. Slangan boginn/beygluð er möguleiki að stjórnboxið haldi að manneskja sé bílstóll og skjóti þá ekki út loftpúðanum ef bifreiðin lendir í árekstri.

Askja ehf hefur nú þegar innkallað bifreiðina.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við bílaumboðið Askja ehf ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA