Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Land Cruiser bifreiðar

25.04.2017

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 296 Land Cruiser 150 bifreiðum, framleiðslutímabil 2015-2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegrar bilunar í mengunarvarnarbúnaði. Stútur sem heldur innsprautunarspíss fyrir AdBlue hreinsiefni í útblásturskerfi getur brotnað af og kerfið orðið óvirkt. Skipt verður um hluta útblásturskerfis vegna þessa möguleika.

Toyota á Íslandi mun strax og varahlutir berast frá framleiðanda, senda eigendum þessara bíla bréf með boði um komu í viðgerð.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Toyota á Íslandi ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA