Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á skotelda hjá E-þjónustunni ehf.

11.07.2017

FréttamyndNeytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á þremur skoteldum sem E-þjónustan flutti til landsins. Um er að ræða flugeld (PPATA), eina skotköku (Secret gift) og stjörnuljós (Gold Sparklers).

Við prófun á PPATA kom í ljós kom í ljós að hann breytti um stefnu þegar honum var skotið á loft. Þá var efni sem féll af skoteldinum eftir að honum var skotið á loft þyngra en leyfileg mörk samkvæmt staðli eru. Alvarleg hætta er fólgin í því ef að flugeldur fer ekki í rétta stefnu.

Við prófun á skotkökunni kom í ljós að kveikurinn var of lengi að kveikja á sér, kakan var ekki nógu stöðug eftir að búið var að kveikja á henni, hún fór ekki eins hátt og hún átti að gera auk þess sem að hvellurinn var yfir hávaðamörkum.

Stjörnuljósin stóðust prófun en þar sem að þau voru ekki CE merkt það er því er ekki leyfilegt að setja þau aftur í sölu um næstu áramót þar sem frá og með næstu áramótum eiga allir flugeldar að vera CE merktir.

Framangreind prófun og skoðun Neytendastofu er hluti af samevrópsku taksverkefni um öryggi skotelda.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA