Fara yfir á efnisvæði

ON innkallar sundkúta

19.07.2017

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Orku náttúrunnar ehf. um að sundkútar merktir fyrirtækinu hafi verið teknir úr notkun. Ákvörðun um innköllunina var tekin í ljósi ábendingar til Neytendastofu og umfjöllunar í fjölmiðlum um að sundkútarnir væru ekki nægilega öruggir og skilyrðum laga og reglugerða sem gilda um vöruna væru ekki uppfyllt. Orka náttúrunnar gerði í kjölfarið ráðstafanir til þess að taka sundkútana úr notkun og hefur fjarlægt þá af sundstöðum þangað sem þeim hafði verið dreift.
Í framhaldi þessa máls hvetur Neytendastofa neytendur til að hætta notkun á þessum sundkútum.

TIL BAKA