Fara yfir á efnisvæði

Ófullnægjandi upplýsingar hjá Boxinu verslun ehf.

08.08.2017

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Boxið verslun ehf., sem rekur vefsíðuna boxid.is, þurfi að koma upplýsingum um einingarverð og þjónustuveitanda á vefsíðunni boxid.is í lögmætt horf.
Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að söluaðilar þurfi að meginreglu að gefa upp einingarverð á söluvörum. Á vefsíðunni boxid.is voru vörur verðmerktar með endanlegu söluverði en í nánast öllum tilvikum skorti einingarverð samhliða því. Enn fremur voru upplýsingar um þjónustuveitanda ófullnægjandi.
Verði ekki farið að fyrirmælum Neytendastofu verður Boxinu verslun ehf. gert að greiða dagsektir.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA