Fara yfir á efnisvæði

Hagkaup innkallar Amia dúkkur

21.08.2017

FréttamyndNeytendastofu vill vekja athygli á innköllun Hagkaupa á Amia dúkkum frá þýska leikfangaframleiðandanum Vedes en dúkkurnar hafa verið seldar hér á landi undanfarnar vikur. Ástæðan er galli í framleiðslu sem getur mögulega leitt til þess að smáhlutir af dúkkunni losni af. Varan uppfyllir því ekki þær gæðakröfur sem gerðar eru til vörunnar og óskar Vedes því eftir að Amia dúkkurnar verði innkallaðar.

Hagkaup hafa þegar tekið dúkkurnar úr sölu í sínum verslunum.

Viðskiptavinir sem keypt hafa Amia dúkkurnar geta skilað þeim í næstu Hagkaupsverslun og fengið vöruna endurgreidda.

Umræddar vörur hafa framleiðslunúmerið 50006042.

TIL BAKA