Fara yfir á efnisvæði

Bílasmiðurinn innkallar Recaro barnabílstóla

30.08.2017

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á Recaro barnabílstólum frá Bílasmiðnum. Um er að ræða Recaro Zero 1 bílstól fyrir 0-18 kg og Recaro Optia bílstól fyrir 9-18 kg með smart click og Recaro Fix.

Aðeins er verið að innkalla Zero stóla sem eru með rauðu og svörtu áklæði og heita Racing Red. Komið hefur í ljós að beltin í stólnum eru ekki í lagi, þannig að ef bíllinn snögg hemlar eða það verður slys er hugsanlegt að beltin geti losnað. Þetta á þó aðeins við ef stólinn snýr í framvísandi stöðu. Þá getur Recaro Optia stóllinn losnað frá sökkli (e. base).

Viðskiptavinum Bílasmiðsins er bent á að hætta að nota barnabílstólana strax og hafa samband við Bílasmiðinn til að vera viss um að þeirra stóll sé í lagi. Ekki allir stólarnir eru gallaðir, en það eru stólar merktir ákveðnu framleiðslunúmeri (e. serial number).

Hægt er að athuga hvort að barnabílstólinn sé gallaður með því að slá inn seríanúmerið á Zero barnastólum á þessum tengli https://safety.recaro-cs.com/en/home

Og á Optia barnabílstólum hér á þessum tengli https://safety.recaro-cs.com/en/home


TIL BAKA