Fara yfir á efnisvæði

BL. ehf innkallar Nissan Micra

08.09.2017

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á Nissan Micra, framleiðsluár 2016-2017. Ástæða innköllunar er að sá möguleiki er staðar að samsetning tengis inná sviss sé ekki í lagi. Það geti leitt til þess að tengi sé ekki að fullu læst, og þar af leiðandi getur það gerst að tengi detti úr sambandi með þeim afleiðingum að bíll gæti drepið á sér og ekki sé unnt að koma bíl aftur í gang.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðaeigendur.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við BL ehf. ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA