Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið Askja innkallar 17 Mercedes-Benz vörubíla

12.09.2017

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju varðandi innköllun á Mercedes-Benz vörubílum.
Um er að ræða gerðirnar: Axor Econic, Actros, Antos og Arocs. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir því að bolti utaná gírkassa gæti losnað. Ef það gerist verður ekki hægt að skipta um gíra

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar á næstu dögum.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Bílaumboðið Öskju.

TIL BAKA