Fara yfir á efnisvæði

NUK snuðkeðjur innkallaðar

04.10.2017

FréttamyndNeytendastofa vill vekja athygli á innköllun Halldórs Jónssonar ehf. á NUK snuðkeðjum. Við prófun á keðjunum kom í ljós NUK snuðkeðjur (art no. 101256.329) með strikamerki 4008600177012 eru of langar og geta því verið hættulegar börnum. NUK snuðkeðjurnar hafa verið til sölu í verslunum og apótekum.

Halldór Jónsson ehf. hvetur viðskiptavini til að koma til þeirra í Skútuvog 11 eða hafa samband og fá snuðband í staðinn fyrir snuðkeðjuna.

Í tilkynningunni segir heildverslunin harmi að NUK snuðkeðjan hafi ekki staðist viðkomandi öryggisstaðal og að NUK muni endurskoða framleiðsluna á snuðkeðjunum.

TIL BAKA