Fara yfir á efnisvæði

Celsus braut gegn ákvörðun Neytendastofu

09.10.2017

Neytendastofa hefur lagt 150.000 kr. stjórnvaldssekt á Celsus fyrir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar.
Með ákvörðun Neytendastofu nr. 14/2015 bannaði stofnunin Celsus m.a. að birta fullyrðingar um að Proderm sólarvörn væri langvirk án þess að fram kæmi hvað átt væri við með fullyrðingunni.
Nú í sumar barst stofnunin ábending um að brotið væri gegn ákvörðuninni með nýjum auglýsingum á Evy sólarvörn, áður Proderm. Við athugasemdir Neytendastofu var auglýsingunum strax breytt þannig að fram kæmi að varan veiti vörn í allt að 6 klukkustundir. Með breytingunni er farið að ákvörðun Neytendastofu nr. 14/2015.
Þrátt fyrir að auglýsingarnar væru leiðréttar taldi Neytendastofa þörf á að leggja stjórnvaldssekt á Celsus þar sem sýnt var fram á að félagið braut gegn fyrri ákvörðun.
Ákvörðunina má lesa í heild hér.

TIL BAKA