Fara yfir á efnisvæði

Mía snudduband

20.10.2017

FréttamyndNeytendastofa hefur borist tilkynning um að sölu hafi verið hætt á Mía snudduböndum. Komið hefur í ljós að klemman á böndunum er ekki í lagi og getur verið hættuleg börnum. Ef klemman brotnar þá geta smáir hlutir valdið köfnunarhættu.

Fram kemur í tilkynningunni að hægt sé að skila snuddubandinu í versluninni Fífu. Ekki er vitað um nein slys á börnum hér á landi af völdum Míu snuddubanda en engu að síður hvetur Neytendastofa foreldra til að hætta að notkun þeirra strax.

TIL BAKA