Fara yfir á efnisvæði

BL innkallar Range Rover

13.12.2017

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innkallanir á Range Rover og Range Rover Sport árgerð 2017. Um er að ræða 18 bifreiðar. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri.

BL mun hringja í eigendur vegna þessara innköllunar.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við BL ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA