Fara yfir á efnisvæði

Snuddubönd frá Sebra Interior for kids

18.12.2017

FréttamyndNeytendastofa vill beina þeim tilmælum til foreldar að fylgjast vel með hvort snuddubandið sem verið er að nota sé í lagi. Við skoðun þarf að kanna hvort að einhverjar skemmdir eru á snuddubandinu, hvort að sprunga er á festingum og hvort klemmur eru farnar að gefa eftir. Ef smáir hlutir losna af snuddubandinu getur það skapað köfnunarhættu. Slysin gerast fljótt.

Í versluninni Lítil í upphafi sem var á Skólavörustíg fengust snuddubönd frá Sebra Interior for kids. Sölu þessara snuddubanda var hætt hérlendis um leið og verslunin lokaði en verið gæti að enn séu einhver börn með þessa tegund af snuddubandi. Framleiðandi þessara snuddubanda hefur tekið þau úr sölu þar sem það uppfyllir ekki lágmarksöryggiskröfur út af smáum hlutum sem geta losnað við klemmuna.

TIL BAKA