Fara yfir á efnisvæði

Hekla hf. innkallar Amarok

20.12.2017

Volkswagen vörumerkið

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen Amarok bifreiðum árgerð 2017 og 2018. Ástæða innköllunar er að slanga fyrir vökvastýri getur skemmst vegna nudds við hosuklemmu. Ef það gerist er hætta á að vökvi í forðabúri fyrir aflstýri tæmist og stýrið verði þungt. Hætta skapast ef vökvi fer á bremsudiska og eldhætta ef stýrisvökvi kemst í snertingu við heita íhluti bifreiðarinnar. Skoðun og viðgerð felst í að slanga fyrir vökvastýri er skoðuð, skipt um hana ef þarf og hlíf sett á vökvastýrisslöngu.

Um er að ræða sex bifreiðar og verður eigendum þeirra sent bréf vegna þessara innköllunar.

 Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband Heklu ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA