Fara yfir á efnisvæði

Snudduband frá Elodie Details

21.12.2017

FréttamyndNeytendastofa hefur fengið tilkynningu í gegn um Rapex eftirlitskerfið um hættuleg snuddubönd frá Elodie Details. Plasthringur sem er á enda snuddubandsins getur auðveldlega brotnað. Einnig kom í ljós við prófun á vörunni að klemma á snuddubandinu er ekki í lagi og getur verið hættuleg börnum. Ef klemman eða plasthringurinn brotnar þá geta smáir hlutir valdið köfnunarhættu. Snudduböndin sem um ræðir heita Angel Lace Powder.

Neytendastofa hvetur foreldra til að skoða vel snudduböndin og athuga hvort að þau séu í lagi, ef um er að ræða þessa ákveðnu tegund af snuddubandi þá er æskilegast að hætta notkun þeirra strax.

TIL BAKA