Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á skotelda

30.12.2017

FréttamyndNeytendastofa hefur lagt sölubann á skotelda hjá Stjörnuljós ehf. Fulltrúi Neytendastofu gerði könnun á útsölustöðum skotelda á höfuðborgarsvæðinu, þar sem skoðaðar voru leiðbeiningar og viðvörunarmerkingar og hvort að vörurnar voru CE merktar. Kom í ljós að tvær tegundir af skoteldum sem fluttir eru inn af Stjörnuljós ehf. reyndust ekki vera CE merktir auk þess sem leiðbeiningum sem óbótavant.

Um er að ræða Flying Butterfly Rocket og Jumping Cracke.

Neytendastofa vill ítreka að það er með öllu óheimilt að selja skotelda sem ekki eru CE merktir.

TIL BAKA