Fara yfir á efnisvæði

Kvörðun þrýstimæla liggur niðri

03.01.2018

Fréttamynd

Neytendastofa hefur hingað til boðið upp á kvarðanir þrýstimæla á bilinu -1 ... +100 bar og er þar um að ræða loftmæla. Nú liggur sú þjónusta niðri þar sem komið hefur upp alvarleg bilun í kvörðunarbúnaði stofnunarinnar. Unnið er að lausn í samráði við framleiðanda búnaðarins í Þýskalandi.

Því miður er erfitt að gefa einhverja tímasetningu á því hvenær það verður en viðskiptavinir kvörðunarþjónustunnar munu fá tilkynningu þess efnis þegar lausn er fundin.

TIL BAKA