Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

09.01.2018

Neytendastofa lauk ákvörðun gagnvart Toyota á Íslandi í desember 2016 vegna Toyota Flex samninga. Málið snéri að því hvort Toyota Flex samningar falli undir gildissvið laga um neytendalán nr. 33/2013 eða ekki. Af hálfu Toyota var því hafnað og því haldið fram að um afnotasamning væri að ræða sem félli utan gildissviðs laganna.

Niðurstaða Neytendastofu var sú að um væri að ræða samninga sem falla undir lög um neytendalán. Toyota bæri því að haga upplýsingagjöf til neytenda í samræmi við kröfur laganna.

Toyota kærði ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest hana.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa hér.

TIL BAKA