Fara yfir á efnisvæði

Vigtarmannanámskeið: Fleiri tengimöguleikar fyrir fjarfundarbúnaðinn.

19.02.2018

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 15. – 17 janúar. Í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21 í Reykjavík sátu 10 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 8 þátttakendur á Þórshöfn og 6 á Reyðarfirði námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna var haldið þann 18. janúar. Löggilding vigtarmanna gildir í 10 ár og þarf að sitja endurmenntunarnámskeið til að framlengja réttindin. Að þessu sinni sátu 19 vigtarmenn endurmenntunarnámskeiðið þar af 5 á Hornafirði og 2 á Norðfirði.

Notuð var ný tengin fyrir fjarfundarbúnaðinn sem á að gera það auðveldara að tengja fleiri útstöðvar við námskeiðið. Gekk það ágætlega og er ætlunin að halda áfram á þeirri braut. Á námskeiðinu er farið yfir lög nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og reglur og reglugerðir sem byggðar eru á þeim lögum og snúa að starfi vigtarmanna. Áhersla er einnig lögð á lög og reglugerðir um efni sem tengist vigtun sjávarafla. Leiðbeinendur koma frá Neytendastofu og Fiskistofu.

Grunnámskeið hafa verið haldin þrisvar á ári og verður næsta löggildingarnámskeið haldið í 4. – 5. júní 2018. Boðið er upp á endurmenntunarnámskeið eftir þörfum og þá oftast í framhaldi af grunnnámskeiðinu.
Á heimasíðu stofnunarinnar er hægt að fá upplýsingar um inntökuskilyrði á námskeiðin og fleira er þeim tengist eins og tímasetningar næsta námskeiðs og þar er einnig hægt að innrita sig á námskeið. Þar má líka finna og hala niður hluta af námsefninu sem farið er yfir.

TIL BAKA